Það vakti mikla athygli að ekki var dæmd vítaspyrna í fyrri hálfleik á Manchester United og Huddersfield í gær.
Scott McTominay sem fékk sæti í byrjunarliðinu var gjörsamlega keyrður niður.
Hann hoppaði upp í einvígi og Terence Kongolo nelgdi hann niður í jörðina.
Stuart Attwell ákvað að dæma ekki vítaspyrnu en flestir voru sammála um að hann hefði átt að dæma slíka.
Hvað segir þú? Mynd af atvikinu er hér að neðan.