Jose Mourinho stjóri Manchester United setti Paul Pogba, sinn dýrasta leikmann á bekkinn gegn Huddersfield í gær.
Pogba var slakur eins og fleiri gegn Tottenham í miðri viku og var refsað með bekkjarsetu í gær.
Scott McTominay tók stöðu hans á miðjunni en Pogba kom inn sem varamaður í síðari hálfleik.
,,Ég reyni alltaf að gera það sem er best fyrir liðið, ég horfi frekar á þetta að ungi strákurinn sem kom hingað níu ára á fyrstu æfinguna, mamma hans keyrði honum á hana. 10 og 11 árum síðar er hann að spila í treyju okkar í mikilvægum leikjum í ensku úrvalsdeildinni, ég horfi á þetta þannig,“ sagði Mourinho.
,,Paul er magnaður leikmaður, í mínum huga er hann einn hæfileikaríkasti miðjumaður í heimi. Að sitja á bekknum einu sinni er ekki heimsendir fyrir hann.“