Dermot Gallagher fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni segir að báðir vítaspyrnudómarnir í leik Liverpool og Tottenham hafi verið rétti.
Fyrst braut Loris Karius á Harry Kane en varði síðan frá honum. Í seinna vítinu braut Virgil van Dijk á Erik Lamela.
Gallagher segir að Jonathan Moss dómari hafi gert vel í þessu magnaða 2-2 jafntefli.
,,Fyrri spyrnan er áhugaverð, Kane er rangstæður en Lovren fær tækifæri á að hreinsa boltanum í burtu, hann nær því ekki og snerti boltann. Boltinn hrekkur til Kane sem er ekki rangstæður samkvæmt reglunum,“ sagði Gallagher.
,,Þetta var frábær samvinna milli Moss og aðstoðardóamra sem ræddu málin. Það er ekki spurning að það er brot í seinni vítaspyrnunni, vítateigurinn var fullur og Moss sá hlutina illa. Þetta var frábær samvinna hjá þeim.“