fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433

Einkunnir úr leik Liverpool og Spurs – Salah bestur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 4. febrúar 2018 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart barist í fjörugum leik þegar Tottenham heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni

Mohamed Salah skoraði eina mark fyrri hálfleik á þriðju mínútu leiksins en boltinn hrökk þá inn fyrir vörn Tottenham. Salah var afar rólegur í færi sínu og skoraði sitt tuttugasta mark í ensku úrvalsdeildinni. Magnað fyrsta tímabil fyrir sóknarmanninn knáa frá Egyptalandi.

Tottenham sótti talsvert í síðari hálfleik og Liverpool nýtti sér skyndisóknir. Victor Wanyama jafnaði svo leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Miðjumaðurinn frá Kenýa hafði komið inn sem varamaður og fékk boltann fyrir utan teig. Hann hamraði honum í fyrstu snertingu og boltinn fór í netið. Frábært mark

Það var svo á 85 mínútu sem Tottenham fékk umdeilda vítaspyrnu, Harry Kane fór á punktinn en Loris Karius varði frá framherjanum knáa. Karius átti öflugan dag í marki Liverpool. Magnaður, Salah hélt svo að hann hefði tryggt Liverpool sigur með rosalegu einstaklings framtaki undir lok leiksins. Salah lék sér að varnarmönnum Spurs og skoraði. Virgil van Dijk fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu skömmu síðar og aftur fór Kane á punktinn, hann skoraði þá örugglega og tryggði Spurs stig. Ótrúlegur leikur.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Liverpool: Karius 5, Alexander-Arnold 7, van Dijk 6, Lovren 5, Robertson 6, Can 5, Henderson 6, Milner 6, Salah 9, Firmino 6, Mane 5.

Tottenham: Lloris 5, Trippier 5, Sanchez 5, Vertonghen 5, Davies 6, Dier 4, Dembele 5, Eriksen 6, Alli 6, Son 5, Kane 6.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim vill styrkja miðjuna og horfir til Úlfanna

Amorim vill styrkja miðjuna og horfir til Úlfanna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg

Góður sigur hjá Íslandi í Lúxemborg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Í gær

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“

Arnar varar menn við eftir leik – „Hefði verið dauðadómur“