Manchester City heimsótti Burnley í dag í ensku úrvalsdeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn hjá Burnley. City hefur oft spilað betur en sömu sögu er að segja af Burnley sem hefur eftir leikinn ekki unnið í síðustu níu deildarleikjum.
Danilo skoraði fyrra mark leiksins á 22 mínútu en það kom eftir stutta hornspyrnu. Boltinn kom út til Danilo sem var fyrir utan teiginn, bakvörðurinn hamraði honum upp í hægra hornið. Óverjandi fyrir Nick Pope í marki Burnley. Bæði lið fengu góð færi til að skora í síðari hálfleik og átti Jóhann Berg nokkrar öflugar fyrirgjafir sem samherjar hans nýttu sér ekki.
Það var svo á 82 mínútu leiksins sem Jóhann Berg tryggði Burnley gott stig. Hann mætti á fjærstöngina og kláraði vel framhjá Ederson í marki City.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Burnley: Pope 6.5; Bardsley 5 (Lowton 45 6.5), Long 6, Mee 7, Taylor 6.5; Jóhann Berg 7.5, Cork 6, Westwood 6, Lennon 6; Barnes 5, Vokes 5.5
City: Ederson 7; Walker 6, Kompany 6, Otamendi 7, Danilo 7.5; De Bruyne 8, Fernandinho 6.5, Gundogan 7; Silva 6.5, Aguero 6.5, Sterling 6.5 (Diaz 74 5.5)