fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433

Heimir um ákvörðun sína – Langar að sjá hvort eitthvað annað sé í boði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands vill bíða með að skrifa undir nýjan samning við KSÍ.

Hann bíður og sér hvort spennandi tilboð komi upp svo hann geti farið í annað starf.

Ljóst er að KSÍ þarf að skoða þjálfaramálin fyrir HM enda þarf að vinna fram í tímann me svona stórt starf.

„Þegar HM lýkur er ég búinn að vera í sjö ár í vinnu hjá A-landsliði karla. Það er helmingi lengur en það lengsta hingað til. Mig langar að sjá hvort það sé eitthvað annað í boði,“ sagði Heimir í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni sem birtist á Fótbolta.net í dag.

„Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Vestri á toppinn

Besta deildin: Vestri á toppinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“
433Sport
Í gær

England: Arsenal tapaði heima

England: Arsenal tapaði heima
433Sport
Í gær

2.deild: KFA skoraði átta – Jafnt á Dalvík

2.deild: KFA skoraði átta – Jafnt á Dalvík