Ernesto Valvarde segir að Antonio Conte sé einn besti knattspyrnustjóri í heimi.
Chelsea tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
„Conte er einn af bestu knattspyrnustjórum heims,“ sagði Valverde.
„Hann er með magnaða ferilskrá, ekki bara með Chelsea heldur líka með ítalska landsliðið og Juventus,“ sagði hann að lokum.