Antonio Conte stjóri Chelsea er vinnualki og sefur oft lítið til þess að undirbúa liðið sitt.
Nú fyrir leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld hefur Conte sofið lítið.
Stjórinn er oft mjög stressaður og það hefur áhrif á svefn hans.
,,Dagana eftir leikinn í enska bikarnum, þá verð ég að vera heiðarlegur. Ég hef átt erfitt með svefn,“ sagði Conte.
,,Þegar þú spilar svona stóra leiki þá verður þú að undirbúa þig vel. Það þarf að undirbúa öll smáatriði.“