Pep Guardiola, stjóri Manchester City hrósaði Bernardo Silva, sóknarmanni liðsins í hástert á dögunum.
Silva átti ekki fast sæti í byrjunarliði City í upphafi tímabilsins en hann hefur verið að fá meiri spilatíma í fjarveru David Silva.
Bernardo Silva kom til félagsins frá Monaco í sumar en City borgaði 43 milljónir punda fyrir leikmanninn.
„Þegar að hann spilar þá stendur hann sig alltaf frábærlega,“ sagði Guardiola.
„Hann er ungur strákur, hann er góður í klefanum, alltaf glaður og ég er mjög ánægður með að hafa hann í mínu liði.“
„Hann verður hérna í langan tíma, á meðan að ég er hérna þá fær hann ekki að fara. Hann er leikmaður sem mun fylgja mér í langa tíma,“ sagði hann að lokum.