Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa mikið verið að fjalla um Marouane Fellaini síðustu mánuði og framtíð hans.
Samningur Fellaini við United er á enda í sumar og getur hann farið frítt.
Fellaini hefur ekki viljað skrifa undir samning við United en félagið hefur ekki viljað hækka laun hans.
Nú segir Aksam í Tyrklandi að Fellaini sé búinn að ganga frá samningi við Galatasray.
Þar er sagt að Fellaini sé búinn að ganga frá fimm ára samningi við félagið en þetta hefur ekki fengið staðfest.
Fellaini er þrítugur og því kemur lengd þessa samnings mörgum á óvart.