Jose Mourinho stjóri Manchester United er vongóður um að nokkrir af hans leikmönnum nái bata á næstu dögum.
United er í talsverðum meiðslavandræðum og vantaði marga leikmenn í sigri á Huddersfield um helgina. United heimsækir Sevilla í Meistaradeildinni á miðvikudag.
Marcus Rashford, Antonio Valencia, Ander Herrera, Phil Jones, Marcos Rojo, Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic eru allir meiddir.
Þá var Paul Pogba miðjumaður liðsins veikur á laugardag en hann gat þó æft í gær.
,,Ég var ekki að hvíla neinn einasta leikmann, við vorum með alla klára gegn Huddersfield. Koma einhverjir til baka fyrir miðvikudag? Ég held það,“ sagði Jose Mourinho stjóri Manchester United.