Paul Scholes fyrrum leikmaður Manchester United segir að Phil Jones og Chris Smalling höndi ekki öfluga leikmenn.
Þeir félagar hafa verið gagnrýndir fyrir spilamennsku sína síðustu vikur.
Miðverðirnir hafa verið lengi hjá United en hafa ekki sýnt miklar framfarir.
,,United hefur virkað stressað í leik sínum,“ sagði Scholes.
,,Jones og Smalling hafa virkað virkilega stressaðir, um leið og þeir komast í tæri við góða leikmenn þá fer allt í steik.“