Marcos Rojo varnarmaður Manchester United er sagður hafna því að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Ensk blöð fjalla um málið í dag en Rojo er með samning til 2019.
Hann á því bara ár eftir af samningi sínum í sumar og United gæti selt hann.
Sagt er að PSG hafi áhuga á að krækja í þennan litríka karakter.
Rojo er landsliðsmaður Argentínu en ensk blöð segja að United vilji 30 milljónir punda fyrir hann í sumar.