Leikmenn Tottenham eru byrjaðir að óttast það að Toby Alderweireld fari frá félaginu í sumar. Ensk blöð segja frá.
Miðvörðurinn hefur ekki viljað krota undir nýjan samning í lengri tíma.
Hann heimtar hærri laun en Tottenham er tilbúið að greiða sínum bestu leikmönnum.
Alderweireld er að snúa aftur eftir meiðsli en hann hefur verið orðaður við Mancehster United.
Alderweireld er frá Belgíu og hefur verið einn besti miðvörður deildarinnar síðustu ár.