David de Gea markvörður Manchester United virðist elska lífið hjá félaginu.
De Gea er mikið orðaður við Real Madrid en miðað við orð hans þá er spænski markvörðurinn ekki á förum.
,,Mér líður vel og að hjálpa United er mér mikilvægt,“ sagði De Gea.
,,Tíminn flýgur svo hratt, ég hef verið hér í sjö ár og er sáttur.“
,,Mér líður eins og ég sé mikilvægur leikmaður í klefanum, ég er einn af þeim aldrei. Ég er bara virkilega sáttur hérna.“