Það hefur vakið athygli að Newcastle hefur ekki skellt sér í sólina nú í febrúar eins og mörg lið.
Newcastle er úr leik í bikarnum en í stað þess að fara frá Englandi í gott veður vildi Benitez halda sér heima.
,,Reynsla mín er sú að leikmenn eru að ferðast endalaust á tímabilinu og vilja frekar vera með fjölskyldu sinni í svona fríi,“ sagði Benitez.
,,Ef það eru frídagar þá geta þeir verið með fjölskyldu sinni í stað þess að fara til Dubai í ferð. Þeir geta frekar tekið fjölskyldu sína í slíkt frí.“
,,Við höfum þetta bara venjulegt, svo eru frídagar og þeir geta verið með fjölskyldunni.“