Manchester United var án Paul Pogba í leik gegn Huddersfield í enska bikarnum í dag þegar liðið komst áfram.
Pogba var frá vegna veikinda en United leikur gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni.
,,Ég fékk að vita af veikindum hans í morgun, læknirinn tjáði mér það,“ sagði Jose Mourinho.
,,Ég veit ekki hversu lengi hann verður frá. Ég veit að hann gat ekki spilað leikinn, ég hugsa um Paul eftir leikinn.“
Möguleiki er á að veikindin muni halda Pogba frá leiknum gegn Sevilla.