,,Það var mikilvægt að komast áfram,“ sagði Juan Mata eftir 0-2 sigur Manchester United á Huddersfield í dag.
United er komið áfram í bikarnum en VAR tæknin dæmdi mark af Mata í leiknum.
,,Ég var ekki viss á vellinum hvort ég væri rangstæður, þetta var mjög tæpt.“
,,Ég gerði það sem ég þurfti að gera, skoraði og fagnaði. Svo sá ég dómarana tala saman og þú ert eins og kjáni þegar markið er dæmt af.“
,,Ég styð VAR og tel það gott fyrir fótboltann, í mikilvægum málum. Við þurftum ekki markið en ég myndi vilja að VAR tæki styttri tíma.“