

Phil Neville þjálfari enska kvennalandsliðsins fer ekki fögrum orðum um Chris Smalling og Phil Jones varnarmenn Manchester United.
Báðir hafa spilað illa undanfarið og Smalling gerði sig sekan um slæm mistök í tapi gegn Newcastle í gær.
,,Þeir eru með besta varnarliðið af því að þeir eru með besta markvörð í heimi í DE Gea og Matic fyrir framan vörnina sem ver þá vel,“ sagði Neville.
,,Í síðustu tveimur leikjum á útivelil gegn Spurs og Newcastle hafa Smalling og Jones verið ömurlegir.“
,,Dele Alli og Kane léku sér að þeim og gegn Newcastle gerðu þeir svo mikið af mistökm, þeir bjuggu til stress í liðinu.“