

Southampton tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna.
Roberto Firmino kom Liverpool yfir strax á 6. mínútu og Mohamed Salah bætti öðru marki við á 42. mínútu og niðurstaðan því 2-0 sigur gestanna.
Einkunnir úr leiknum frá Mirror má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool:
Karius 8
Alexander-Arnold 7
Van Dijk 9
Matip 6
Robertson 6
Can 7
Wijnaldum 8
Chamberlain 7
Salah 9
Mane 6
Firmino 9 – Maður leiksins