fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433

Fyrrum leikmaður Liverpool gagnrýnir stjóratíð Klopp og segir að hann verði að skila titlum í hús

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool segir að Jurgen Klopp, stjóri liðsins verði að fara skila titlum í hús á Anfield.

Hamann hefur verið duglegur að gagnrýna Þjóðverjann síðan hann tók við á Anfield af Brendan Rodgers í október 2015.

Hamann segir að tíminn undir stjórn hafi ekki verið nægilega góður þar sem að Liverpool sé félag sem sé dæmt af titlum.

„Á einhverjum tímapunkti þarf Klopp að vinna einhverja bikara. Það er ekki nóg að segja bara að liðið sé að bæta sig, hann þarf að bakka það upp með titlum,“ sagði Hamann.

„Þeir töpuðu á móti WBA sem eru mjög slæm úrslit. Ég hef gagnrýnt Klopp áður og fengið að heyra það en ég stend á mínu. Ég vona að hann geti gert eitthvað með félagið en miðað við úrslit síðustu daga þá er ekki mikið sem bendir til þess.“

„Gott lið finnur alltaf leiðir til þess að vinna. Hann hefur komið þeim í tvo úrslitaleiki sem hafa báðir tapast, gott lið á ekki að tapa úrslitaleikjum, svo einfalt er það.“

„Það á ekki bara að vera markmið félagsins að komast í Meistaradeildina, Klopp verður að fara skila einhverjum titlum í hús,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum