Janúarglugginn lokaði formlega í gærdag en sterkustu lið úrvalsdeildarinnar styrktu sig öll í glugganum.
Liverpool kláraði sín mál snemma á meðan Manchester United fór svipaða leið.
Arsenal, Tottenham, Chelsea kláruðu öll sín mál á gluggadeginum sjálfum og þá var Manchester City einnig seint á ferðinni.
Samtals eyddu ensku úrvalsdeildarliðin 430 milljpónum punda sem er nýtt met í janúarglugganum.
Gamla metið var 225 milljónir punda og því ljóst að liðin bættu metið nánast um helming.