Mesut Ozil hefur framlengt saming sinn við Arsenal en þetta staðfesti félagið í dag.
Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs framlenginu og verður því hjá félaginu til ársins 2021.
Ozil kom til Arsenal árið 2013 en hefur stundum verið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu og þá aðallega fyrir það að hverfa í stóru leikjunum.
Leikmaðurinn hefur, samt sem áður verið duglegur að skila sínu en hann hefur búið til 458 marktækifæri síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal.
Þá hefur hann lagt upp 49 mörk síðan hann kom til Englands en enginn leikmaður í deildinni hefur lagt upp fleiri mörk en Ozil á þessum tíma.
49 – Since his @premierleague debut in 2013, Mesut Ozil has created more goalscoring chances (458) and provided more assists (49) than any other player in the competition. Extension. pic.twitter.com/VSHwHbtm6T
— OptaJoe (@OptaJoe) January 31, 2018