Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester City var sterklega orðaður við Manchester City í janúarglugganum.
City lagði fram fjögur tilboð í leikmanninn í gær en Leicester hafnaði þeim öllum.
Sjálfur vildi leikmaðurinn fara til City og bað hann m.a um sölu frá Leicester í gær.
Hann er sagður afar ósáttur með það hafa ekki fengið að fara til City en forráðamenn félagsins höfðu ekki hugmynd um hvar hann væri þegar liðið heimsótti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Pep Guardiola, stjóri City vildi ekki útiloka það að félagið myndi reyna að kaupa Mahrez í sumar en hann hefur verið orðaður við brottför frá Leicester, undanfarin tvö ár.