fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Barcelona skoraði fjögur á Wembley – Liverpool tapaði

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld en sex leikjum var nú að ljúka í riðlakeppninni.

Fjörugasti leikur kvöldsins fór fram á Wembley þar sem Barcelona heimsótti Tottenham í stórleik.

Tottenham þurfti að lokum að sætta sig við 4-2 tap en Barcelona var með forystu í leiknum alveg frá annarri mínútu.

Það var búist við mörkum er Napoli fékk lið Liverpool í heimsókn til Ítalíu og var leikurinn nokkuð fjörugur.

Útlit var fyrir að markalaust jafntefli yrði niðurstaðan en Lorenzo Insigne var á öðru máli.

Insigne reyndist hetja Napoli á 90. mínútu og skoraði eina mark leiksins til að tryggja heimamönnum sigur.

Atletico Madrid vann sinn leik gegn belgíska liðinu Club Brugge 3-1 en sigur spænska liðsins var í raun aldrei í hættu.

Monaco tapaði 3-0 fyrir Dortmund, Inter vann góðan sigur á PSV Eindhoven í Hollandi 2-1 og Porto lagði Galatasaray, 1-0.

Tottenham 2-4 Barcelona
0-1 Philippe Coutinho(2′)
0-2 Ivan Rakitic(28′)
1-2 Harry Kane(52′)
1-3 Lionel Messi(56′)
2-3 Erik Lamela(66′)
2-4 Lionel Messi(90′)

Napoli 1-0 Liverpool
Lorenzo Insigne(90′)

Atletico Madrid 3-1 Club Brugge
1-0 Antoine Griezmann(28′
1-1 Arnaut Groeneveld(39′)
2-1 Antoine Griezmann(67′)
3-1 Koke(90′)

Dortmund 3-0 Monaco
1-0 Jacob-Bruun Larsen(51′)
2-0 Paco Alcacer(72′)
3-0 Marco Reus(90′)

PSV 1-2 Inter
1-0 Pablo Rosario(27′)
1-1 Radja Nainggolan(44′)
1-2 Mauro Icardi(60′)

Porto 1-0 Galatasaray
1-0 Moussa Marega(49′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Í gær

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Í gær

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Í gær

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín