Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.
Tottenham vann öruggan 2-0 sigur á Manchester United á Wembley en gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum.
Sigurganga Manchester City hélt áfram gegn WBA og unnu þeir þægilegan 3-0 sigur og þá gerðu Stoke og Watford markalaust jafntefli.
Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.
Manchester City 3 – 0 West Bromwich Albion
1-0 Fernandinho (19′)
2-0 Kevin de Bruyne (68′)
3-0 Sergio Aguero (90′)
Stoke City 0 – 0 Watford
Tottenham Hotspur 2 – 0 Manchester United
1-0 Christian Eriksen (1′)
2-0 Phil Jones (sjálfsmark 28′)