Manchester City tók á móti WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.
Það voru þeir Fernandinho, Kevin de Bruyne og Sergio Aguero sem skoruðu mörk City í leiknum.
Pep Guardiola, stjóri City var að vonum afar sáttur með sigur sinna manna í kvöld.
„Þetta var frábær frammistaða og við áttum sigurinn skilið. Þrjú stig og ég er mjög sáttur,“ sagði Guardiola.
„Kevin de Bruyne hefur verið magnaður á þessari leiktíð. Hann sýnir frábært fordæmi á vellinum og aðrir leikmenn fylgja honum.“
„Ég ræði oft við dómarana og við erum ekki alltaf sammála. Þeir hafa sína skoðun og ég hef mína en ég tel ennþá að það þurfi að vernda leikmennina betur,“ sagði Guardiola.