Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona er sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea þessa dagana.
Antonio Conte, stjóri liðsins þykir valtur í sessi en hann hefur verið duglegur að gagnrýna forráðamenn félagsins fyrir leikmannakaup liðsins að undanförnu.
Conte fékk ekki að styrkja hópinn eins og hann vildi í sumar og þá gaf hann það í skyn á dögunum að hann fengi ekki að stjórna miklu þegar kæmi að leikmannakaupum liðsins.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea er sagður vera að missa þolinmæðina gagnvart stjóranum og íhugar nú að láta hann fara í sumar.
Enrique lét af störfum sem stjóri Barcelona síðasta sumar en hann vann allt sem hægt var að vinna á tíma sínum þar.