Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Enska félagið hefur lagt fram þrjú tilboð í hann en Dortmund hefur hafnað þeim öllum.
Þýska félagið vill fá 60 milljónir punda fyrir hann en ein af ástæðum þess, að Aubameyang vill komast til Arsenal er Arsene Wenger.
Faðir Aubameyang var knattspyrnumaður líka og spilaði m.a fyrir Laval, Le Havre og Toulouse á ferlinum, þá á hann líka 80 landsleiki að baki fyrir Gabon.
Faðir hans hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Arsene Wenger og telur að það muni gera syni sínum gott að spila fyrir franska stjórann.