Chelsea tekur á móti Newcastle í enska FA-bikarnum í dag klukkan 13:30 og eru byrjunarliðin klár.
Heimamenn hafa verið á góðu róli að undanförnu en liðið þurfti tvo leiki gegn Norwich til þess að komast áfram í 4. umferð keppninnar.
Newcastle vann 3-1 sigur á Luton í 3. umferðinni en liðinu hefur ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og situr í fimmtánda sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Chelsea: Caballero, Rudiger, Christensen, Cahill, Zappacosta, Drinkwater, Kante, Alonso, Pedro, Hazard, Batshuayi
Newcastle: Darlow, Manquillo, Mbemba, Lascelles, Clark, Haidara, Shelvey, Saivet, Hayden, Ritchie, Gayle