Jonny Evans, varnarmaður WBA er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Þá hefur hann einnig verið orðaður við Manchester United og Manchester City í janúar.
Jose Mourinho er hins vegar hættur á leikmannamarkaðnum og City er að fá Aymeric Laporte frá Athetlic Bilbao.
Arsenal er því eina liðið sem leitar sér að miðverði þessa dagana en WBA vill fá í kringum 25 milljónir punda fyrir hann.
Arsene Wenger hefur verið í vandræðum með varnarleikinn á þessari leiktíð og gæti freistast til þess að leggja fram tilboð í Evans, áður en glugginn lokar.