Daniel Sturridge, framherji Liverpool hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu í janúarglugganum.
Inter Milan hefur áhuga á honum, líkt og Sevilla en hann er einn af launahæstu leikmönnum Liverpool.
Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool síðan Jurgen Klopp tók við liðinu árið 2015.
Sturridge vill yfirgefa Liverpool til þess að fá að spila reglulega en hann vill fara með Englandi á HM í sumar.
Klopp vill halda Sturridge en getur ekki gefið leikmanninum nein loforð um það að hann sé að fara spila allar mínútur hjá félaginu.
Þýski stjórinn virðist ekki hafa trú á Sturridge sem virðist einfaldega ekki henta í hápressuna sem Klopp vill spila.