Liverpool tók á móti WBA í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna.
Það voru þeir Roberto Firmino og Mohamed Salah sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum en Jay Rodriguez og Joel Matip sáu um markaskorun WBA í kvöld.
Jurgen Klopp tók við liðinu í október af Brendan Rodgers og var þetta því í þriðja skiptið sem hann fellur úr leik í enska FA-bikarnum.
Hann hefur aldrei farið lengra með liðið en 32-liða úrslit sem er ekki góður árangur en þetta var annar tapleikur liðsins í röð á stuttum tíma.
2015/16: Liverpool tapar fyrir West Ham í 4. umferð
2016/17: Liverpool tapar fyrir Wolves í 4. umferð
2017/18: Liverpool tapar fyrir WBA í 4. umferð