Newport tekur á móti Tottenham í enska FA-bikarnum í dag klukkan 17:30 og eru byrjunarliðin klár.
Newport leikur í ensku D-deildinni og því ættu gestirnir að vinna þægilegan sigur í dag.
Tottenham hefur verið að á fínu róli í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og situr í fimmta sæti deildarinnar og er tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í fjórða sætinu.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Newport County: Day, Pipe, Demetriou, White, Bennett, Butler, Willmott, Tozer, Labadie, Nouble, Amond.
Tottenham: Vorm, Trippier, Foyth, Vertonghen, Walker-Peters, Dier, Wanyama, Sissoko, Dembele, Llorente, Kane.