Arsene Wenger, stjóri Arsenal telur að koma Henrikh Mkhitaryan til félagsins muni hafa góð áhrif á Mesut Ozil.
Armeninn kom til félagsins á dögunum í skiptum fyrir Alexis Sanchez sem fór til United en hann hefur verið algjör lykilmaður í liði Arsenal, undanfarin ár.
Enskir miðlar hafa haldið því fram að undanförnu að Ozil sé á förum í sumar og að það sé ástæðan fyrir því að félagið fékk Mkhitaryan.
„Koma Mkhitaryan hefur ekkert að gera með Ozil,“ sagði Wenger.
„Við viljum halda honum hjá félaginu og erum tilbúnir að gera allt til þess að halda honum.“
„Hann er einbeittur á að gera vel fyrir Arsenal og ég tel að hann verði hérna áfram næstu árin,“ sagði Wenger að lokum.