Nicolai Jorgensen, framherji Feyenoord er í dag orðaður við Newcastle en það eru enskir miðlar sem greina frá þessu.
Verðmiðinn á leikmanninum er í kringum 18 milljónir punda en Rafa Benitez vill styrkja sóknarleik liðsins.
Jorgensen hefur spilað 18 leiki með Feyenoord á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 9 mörk og lagt upp önnur.
Hann kom til félagsins frá FC Kaupmannahöfn árið 2016 og hefur stimplað sig inn sem algjör lykilmaður í liðinu.
Newcastle er í miklu basli í ensku úrvalsdeildinni en liðið situr í fimmtánda sæti deildarinnar og er aðeins einu stigi frá fallsæti.