Lucas Moura, sóknarmaður PSG er að ganga til liðs við Tottenham en það er Mirror sem greinir frá þessu.
Hann flaug til London í gær þar sem hann skoðaðið sig um á æfingasvæði félagsins og hitti meðal annars stjórnarmenn félagsins.
Moura fær lítið sem ekkert að spila með PSG en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðan að félagið fékk þá Neymar og Kylian Mbappe.
Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum með PSG á þessari leiktíð í deildinni en hann hefur komið inná sem varamaður í þeim öllum.
Þrátt fyrir það hefur hann skorað eitt mark og lagt upp annað en hann vill fá að spila meira og er nú tilbúinn að yfirgefa Frakkland.