Javier Pastore, miðjumaður PSG er sagður hafa hafnað Liverpool og Tottenham en það er Gianluca Di Marzio sem greinir frá þessu.
Samkvæmt Di Marzio lögðu félögin fram tilboð í leikmanninn sem PSG samþykkti en það var í kringum 30 milljónir evra.
Leikmaðurinn vill hins vegar ekki fara í ensku úrvalsdeildina en hann hefur ekki átt fast sæti í liði PSG á þessari leiktíð.
Hann kom til PSG frá Palermo árið 2011 en hefur aldrei náð að vinna sér inn fast sæti í liðinu.
Inter Milan er sagt áhugasamt um leikmanninn og vill hann sjálfur komast aftur til Ítalíu.