Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading er liðið heimsótti Sheffield Wednesday í enska bikarnum í kvöld.
Jón Daði skaut Reading áfram í síðustu umferð með þrennu gegn Stevenage.
Jón og félagar áttu hins vegar aldrei séns í kvöld en Sheffield vann 3-1 sigur á heimavelli.
Jón Daði lék allan leikinn i sóknarlínu Reading en tókst ekki að koma sér á blað.