Pierre-Emerick Aubameyang framherji Borussia Dortmund vill komast til Arsenal.
Félögin ræða saman og Aubameyang hefur ekki spilað síðustu leiki Dortmund.
,,Hatið mig eða elskið mig,“ skrifar framherjinn frá Gabon á Instagram.
Aubameyang er öflugur framherji sem myndi styrkja lið Arsenal hressilega.
Skilaboðin hafa vakið furðu en mál hans ættu að skýrast um helgina.