fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433

Vinur Mourinho gerir grín að hárígræðslu Conte

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United og Antonio Conte, stjóri Chelsea hafa rifist eins og hundur og köttur að undanförnu.

Mourinho byrjaði á því að kalla Conte trúð fyrir hegðun sína á hliðarlínunni og Conte svaraði honum með því að segja að Mourinho þjáðist af minnistapi.

Mourinho var ekki ánægður með þessi ummæli og sagði að hann yrði í það minnsta aldrei dæmdur fyrir veðmálasvik og við þessi ummæli kallaði Conte Portúgalan lítinn, lítinn mann.

Eladio Parames, vinur Mourinho og fyrrum samstarfsmaður hans hjá Real Madrid hefur nú blandað sér í málið og lét hann Conte heyra það á dögunum.

„Þessi maður, sem er með mjög vafasama fortíð kallar Mourinho lítinn mann,“ sagði Parames.

„Hann er ekki bara stærri en Conte þegar kemur að því að vinna titla, hann er líka með alvöru hár,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota