fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433

Starfshópur um nýjan Laugardalsvöll – Stutt í niðurstöðu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar.

Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu hefur farið fram umræða um stöðu Laugardalsvallar í alþjóðlegu samhengi en völlurinn og mannvirki umhverfis hann standast ekki alþjóðlegar kröfur. Knattspyrnusamband Íslands hefur undanfarin misseri skoðað ýmsa möguleika til úrbóta og fyrir liggur hagkvæmniathugun þar sem sviðsmyndir vegna mögulegrar uppbyggingar eru kynntar. Ríki og Reykjavíkurborg hafa stutt verkefnið með fjárframlögum, m.a. vegna kostnaðargreiningar.

,,Þetta er afar mikilvægur áfangi sem ég fagna mjög og ég finn fyrir jákvæðni og stuðningi í garð verkefnisins af hálfu hagsmunaaðila. Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin eru samstíga með KSÍ í þessu og vil ég þakka þá framsýni. Þetta er orðið mjög tímabært og nauðsynlegt ef við eigum að geta spilað okkar heimaleiki á Laugardalsvelli í framtíðinni. Ég vænti þess að framgangur málsins verði nokkuð hraður og að lykilákvarðanir verði teknar snemma vors,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ.

Nú þegar fyrir liggur hagkvæmniathugun, rekstraráætlun, forhönnun og kostnaðarmat mannvirkja liggur fyrir að leggja mat á undirbúningsgögnin og taka ákvörðun um framhald málsins. Forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík hafa ákveðið að skipa starfshóp í samstarfi við KSÍ sem fara skal yfir fyrirliggjandi tillögur, leggja mat á þær og gera tillögur um mögulega uppbyggingu.

Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ). Starfshópurinn á að meta og gera tillögur um mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar og skila tillögum sínum fyrir 1. apríl á þessu ári.

Starfshópnum verður falið að gera tillögu um eftirfarandi atriði:

• Hvers konar leikvangur væri hagstæðastur í Laugardal af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið.
• Fjármögnun og kostnaðarskiptingu út frá þeirri hugmynd sem verður fyrir valinu.
• Eignarhald mannvirkisins.
• Mögulega aðkomu ríkisins að verkefninu, m.a. í ljósi hugmynda um regluverk um
þjóðarleikvanga.
• Mögulega aðkomu Reykjavíkurborgar að verkefninu.
• Mögulega aðkomu KSÍ að verkefninu.
• Tilhögun framkvæmda og tímaáætlun.

Starfshópinn skipa:
Benedikt Árnason, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti, formaður.
Anna Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Hrólfur Jónsson, skrifstofustjóri Eigna- og atvinnuþróunar, Reykjavíkurborg.
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, Reykjavíkurborg.
Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, Reykjavíkurborg.
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands.
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður Knattpyrnusambands Íslands.
Borghildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands.
Ráðgjafi starfshópsins er Pétur Marteinssonar, framkvæmdastjóri Borgarbrags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil
433Sport
Í gær

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn