fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433

Miðjumaður Liverpool gefur í skyn að hann sé ekki á förum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emre Can, miðjumaður Liverpool gaf það í skyn á dögunum að hann gæti verið áfram hjá félaginu.

Samningur hans við Liverpool renuur út í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Juventus á Ítalíu.

Enskir fjölmiðla greindu frá því á dögunum að Can væri búinn að semja við Juventus en hann gaf það í skyn að hann gæti vel spilað áfram hjá Liverpool á næstu árum.

„Ég vil taka það fram að það er nóg af leikjum eftir hjá Liverpool og ég vonast til þess að haldast heill og komast með Þjóðverjum á HM,“ sagði Can.

„Við höfum verið að spila mjög vel upp á síðkastið og vonandi getum við gert atlögu að titlum á leiktíðinni, hugsanlega FA-bikarnum eða Meistaradeildinni.“

„Við viljum vinna titla hérna og við höfum trú á því að við getum gert það, það er nóg eftir og ég er bara að einbeita mér að Liverpool, framtíð mín er ennþá óráðin og kannski skrifa ég undir nýjan samning í sumar,“ sagði Can að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag