Douglas Costa, leikmaður Juventus, er líklega á leið í langt bann eftir hegðun hans í leik gegn Sassuolo í dag.
Costa bæði skallaði og hrækti á Federico Di Francesco, leikmann Sassuolo og fékk rautt spjald undir lokin.
Meira:
Costa skallaði mótherja og hrækti framan í hann
Dómarinn missti þó af því er Costa hrækti á andstæðing sinn og er hann líklega á leið í langt bann.
Costa hefur nú tjáð sig um atvikin sem voru þrjú talsins en hann átti einnig olnbogaskot sem fór í Di Francesco.
,,Ég vil biðja alla stuðningsmenn Juventus afsökunar fyrir þessi hörðu viðbrögð sem ég sýndi í leiknum,“ sagði Costa.
,,Ég vil líka biðja liðsfélaga mína afsökunar, þeir eru alltaf með mér í liði bæði í gegnum góða og slæma tíma. Þetta var ljótt. Ég veit það og bið alla afsökunar.“
,,Ég vil koma því á hreint að þetta er einstakt atvik og ekki í takt við það sem ég hef sýnt á mínum ferli.“