Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi markvörðinn Alisson eftir leik liðsins við Leicester City í dag.
Alisson gerði sig sekan um slæm mistök í 2-1 sigri Liverpool er hann reyndi að sóla Kelechi Iheanacho í eigin vítateig en tapaði boltanum.
Rachid Ghezzal skoraði eftir þessi mistök Brasilíumannsins en Klopp segir að nú geti menn horft fram á við.
,,Þetta voru mistök hjá Alisson. Enginn markvörður ætti að reyna þetta í þessari stöðu,” sagði Klopp.
,,Viðbrögðin hans voru góð. Við notuðum hann í betri stöðum eftir mistökin. Stuðningsmenn reyndu að gera hann stressaðan en hann var ekki stressaður. Þetta þurfti að gerast svo þetta gerist ekki aftur.”
,,Ég sagði við hann að þetta væri besti leikurinn til að gera þetta í því við unnum. Við læærum af þessu.”
,,Ég sagði við strákana að nota hann ekki á röngum tímapunkti. Hann er engin lausn fyrir okkur, hann er möguleiki.”