fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Segir að Mourinho geri Lindelof lífið leitt

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Lindelof, varnarmaður Manchester United, hefur ekki þótt standa undir væntingum á Old Trafford.

Þessi 24 ára gamli leikmaður var í erfiðleikum á mánudaginn eftir að hafa komið inná í 3-0 tapi United gegn Tottenham.

Sven Goran Eriksson, landi Lindelof, segir að Jose Mourinho, stjóri United, verði að koma leikmanninum til varnar.

,,Ég verð að segja það að hann gerði tvö stór mistök í síðasta leik og hann var heppinn að komast upp með það,” sagði Eriksson.

,,Þú býst hins vegar ekki við því af honum. Við erum að tala um mjög góðan fótboltamann.”

,,Hann hefur verið frábær fyrir sænska landsliðið sem komst í 8-liða úrslit HM. Hann var mikilvægur í undankeppninni og er frábær leikmaður, það er ekki hægt að efast um það.”

,,Lífið er erfitt þegar þú liggur undir gagnrýni sem leikmaður eða þjálfari. Þú verður að koma til baka. Ef þjálfarinn er hins vegar ekki að verja þig þá er lífið miklu, miklu erfiðara.”

,,Nú tala ég aðeins um mig, í öllum þeim liðum sem ég hef verið hjá, þá verður þú að koma leikmönnum til varnar.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“