Manchester United 0-3 Tottenham
0-1 Harry Kane(50′)
0-2 Lucas(52′)
0-3 Lucas(84′)
Manchester United tapaði sínum öðrum leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk Tottenham í heimsókn.
Leikur kvöldsins var mjög fjörugur en ekkert mark var skorað fyrr en í byrjun síðari hálfleiks.
Harry Kane kom þá boltanum í netið fyrir gestina en hann skoraði þá falleg skallamark eftir hornspyrnu.
Aðeins tveimur mínútum síðar komst Tottenham í 2-0 er Brassinn Lucas Moura skoraði eftir fína sókn.
Lucas bætti svo við sínu öðru marki þegar sex mínútur voru eftir en hann fór þá illa með Chris Smalling í vörn United og skoraði framhjá David de Gea.
Lokastaðan á Old Trafford 3-0 fyrir Tottenham sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.