Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur útskýrt af hverju hann gekk aldrei aftur í raðir félagsins eftir að hafa farið til Real Madrid árið 2004.
Owen stoppaði í aðeins eitt ár hjá Real áður en hann var keyptur til Newcastle fyrir 16 milljónir punda.
Owen vildi sjálfur snúa aftur á Anfield en Liverpool var ekki tilbúið að borga eins háa upphæð og Newcastle.
,,Ég bjóst við að fara til Real Madrid í tvö ár og svo snúa aftur til Liverpool,“ sagði Owen við BT Sport.
,,Ég tók í hendina á stjórnarformanninum og sagði við hann ‘Passaðu að kaupa mig aftur.’
,,Það hefði verið draumur að snúa aftur en það gerðist ekki á endanum og ég kenni engum um.“
,,Ég hitti Rafa Benitez eftir eitt ár og við vorum búnir að klára allt og ég var á leið þangað aftur.“
,,Liverpool vildi hins vegar kaupa mig aftur fyrir 10 milljónir punda og Newcastle kom svo inn og bauð 16 milljónir.“
,,Forseti Real bankaði upp á hóteldyrnar hjá mér og sagði mér að annað hvort yrði ég áfram hjá Madríd eða ég æfri til Newcastle.“
,,Ég ræddi við Liverpool og spurði hvort þeir gætu jafnað boðið en þeir sögðust aðeins geta borgað 10 milljónir.“
,,Ég samþykkti það að fara til Newcastle en með þá klásúlu í samningnum að ég gæti enn farið aftur til Liverpool.“