Það er allt að gerast í Guðjohnsen fjölskyldunni þessa dagana en í henni eru margir efnilegir knattspyrnumenn.
Eiður Smári Guðjohnsen er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og á að baki leiki fyrir lið eins og Chelsea og Barcelona.
Sonur Eiðs, Andri Lucas Guðjohnsen, gerði samning við spænska stórliðið Real Madrid á dögunum.
Bróðir Andra, Daníel Tristan Guðjohnsen hefur nú fylgt bróður sínum og hefur einnig skrifað undir á Santiago Bernabeu.
Leikmennirnir tveir eru því komnir í frábæra akademíu þar sem mörg stór nöfn hafa áður spilað.
Þess má geta að eldri bróðir þeira, Sveinn Aron Guðjohnsen, leikur með Spezia á Ítalíu og frændi þeirra, Arnór Borg Guðjohnsen, spilar með Swansea.