Tony Adams, fyrrum varnarmaður Arsenal, er sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að mati Jamie Carragher.
Carragher svaraði TeamFA á Twitter í gær þar sem þeir báðu fylgjendur sína um að velja bestu varnarmenn deildarinnar.
Adams kom til greina ásamt þeim Vincent Kompany, John Terry, Rio Ferdinand og Carragher sjálfum.
Carragher setur sjálfan sig í síðasta sæti listanns en Terry er í öðrui sætinu, Kompany í þriðja og Ferdinand í því fjórða.
Terry vann flesta titla af þessum fimm leikmönnum en hann lék allan sinn feril með Chelsea.
Hér má sjá svar Carragher.
Adams, Terry, Kompany, Ferdinand, Carragher!
— Jamie Carragher (@Carra23) 23 August 2018